Flest bendir til þess að fjárfestingasjóður í eigu svissneska bankans UBS eigi á hættu að tapa 1,4 milljarði dala á svindlmaskínu Bernards Madoffs.

Sjóðurinn er staðsettur í Lúxemborg en svissneska blaðið NZZ am Sonntag greindi frá því fyrr í dag að hann hafi sett sem svarar 1,4 milljarði punda í fjárfestingu hjá Madoff.

USB hefur neitað að tjá sig um stærð sjóðsins sem mun bera heitið Luxalpha. Christoph Meier, talsmaður USB, lé hafa eftir sér að Madoff hafi ekki verið á þeirra lista yfir heppilega fjárfesta.

USB er stærsti fjárvörsuaðili heims og er með fjárvörslu fyrir gríðarlega marga auðuga einstaklinga. Ef fréttin reynist rétt væri að mikið áfall fyrir bankann.