Tæknideild þýska flugfélagsins Lufthansa hafa nú birt myndband með mögulegum innréttingum í einkaflugvél af gerðinni Airbus A380.

Myndbandið er m.a. birt á vef Flightglobal en Lufthansa starfrækir sérstaka deild sem sérhæfir sig í innréttingum einkaflugvélar, VIP & Executive Jet Solutions division.

Í hinu tölvugerða myndbandi er eru sýndir hinir ýmsu möguleikar til að innrétta hina tveggja hæða breiðþotu. Þar má meðal annars finna fundarherbergi, lítinn veislusal, skrifstofurými, hvíldarherbergi, bar og margt fleira sem nauðsynlegt þykir í svo stóra einkavél. Þess má geta að í A380 vélinni eru um 930 fermetrar af gólfplássi í boði.

Sem kunnugt er þá er A380 vélin stærsta farþegaþota heims en ekki eins og gefur að skilja hafa ekki margar slíkar verið pantaðar sem einkaflugvéla. Nú stendur þó til að innrétta eina A380 vél til einkanota fyrir stofnanda hins konunglega fjárfestingasjóðs Saudi Arabaíu, Alwaleed bin Talal bin Abdulaziz Al-Saud. Þá hefur óþekktur rússneskur auðjöfur undirritað viljayfirlýsingu um pöntun á annarri A380 vél.

En fyrir áhugamenn um flugvélar eða mikinn lúxus má nálgast myndbandið hér að neðan. Myndbandið er um 6 mínútna langt, en fyrir þá sem reynslu hafa af lúxusferðalögum er það ekki löng flugferð.

Hér má sjá myndbandið með hinum glæsilegu innréttingum.