Þrátt fyrir að jólahátíðin sé stórmál fyrir flesta Þjóðverja, þá hafa framleiðendur þýskra lúxusbíla skorið jólafríið við nögl í þetta skiptið.

Ástæðan er ekki eingöngu sú að jólin falla á hagstæða vikudaga frá sjónarhóli atvinnurekenda, heldur líka stórauki eftirspurn utan Þýskalands eftir lúxusvögnum. Þess vegna hafa bæði Daimler AG sem framleiðir Mercedes Benz og BMW haldið nokkrum verksmiðjum sínum gangandi á milli jóla og nýárs þetta árið.

Mikil eftirspurn fyrir vestan og austan

Eftirspurn eftir þýskum eðalvögnum bæði í Kína og Bandaríkjunum (BNA) er búin að sprengja söluáætlanir og hafa slíkir bílar verið uppseldir í þeim löndum samkvæmt frétt í The Detroit News. Er mikill áhugi í Bandaríkjunum m.a. sagður stafa af átakinu sem gert var í landinu til að efla bílamarkaðinn undir slagorðunum „dollara fyrir druslurnar" eða „cash for clunkers."

Í Kína hafa menn nánast vaðið í peningum í kjölfar gríðarlegrar uppsveiflu sem margir eru nú farnir að óttast að springi í andlitið á landsmönnum og öllum heiminum ef því er að skipta. Á sama tíma hefur þýski markaðurinn verið í lægð og féll salan t.d. um 25,2% á fyrstu 11 mánuðum ársins 2010.

Mikil söluaukning í Bandaríkjunum

Vegna mikillar eftirspurnar erlendis telja VDA, samtök þýskra bílaframleiðenda, að um 11% framleiðsluaukning verði á árinu 2010 í held og að framleiðslan verði um 5,5 milljónir bíla.

Sölutölur frá Bandaríkjunum bakka þetta upp með 11,1% meðal- söluaukningu á markaðnum. Hefur salan á BMW aukist um 11,6% á fyrstu 11 mánuðum þessa árs og Mercedes Benz um 18,6% á.

Þá hefur salan á Audi frá Volksvagen AG samsteypunni aukist um 23,6%. 9 af hverjum 10 á topplistanum í Kína eru þýskir Kínverjar eru jafnvel en stórtækari en Bandaríkjamenn því þar hefur sala lúxusbíla rokið upp um heil 40% á árinu. Sterkasta lúxusbílamerkið á þeim markaði er Audi en níu af tíu söluhæstu lúxusbílunum þar í landi eru framleiddir í Þýskalandi.

Eini bíllinn á topp tíu lúxusbílalistanum í Kína sem ekki er þýskur, er Lexus ES frá Toyota samsteypunni.