Íslandshótel, sem rekur meðal annars Grand hótel, er með í undirbúningi nýja hótelbyggingu á Blómavalsreitnum að sögn Davíðs Torfa Ólafssonar, framkvæmdastjóra Íslandshótela. Hugmyndin er að byggja 170 herbergja, fimm stjörnu hótel með fjölda ráðstefnusala.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins hefur þetta verkefni þegar verið skoðað með skipulagsyfirvöldum. Ekki hefur verið ákveðið hvort nýja hótelið muni bera nafn Grand hótels eða fá nýtt nafn. Í dag eru 311 herbergi á Grand hóteli. Ef allt gengur að óskum ætti nýja hótelið að opna árið 2017 eða 2018.

Ítarlega er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð .