Ásthildur Björgvinsdóttir starfaði sem læknaritari fyrir ári síðan þegar hún ákvað að venda kvæði sína í kross og fara út í eigin rekstur. Í dag framleiðir hún sælkerapopp á Suðurlandsbrautinni, sem selt er í fjölda verslana. Hún segir að viðtökurnar hafi verið ótrúlega góðar.

Ásthildur segir að hugmyndin hafi kviknað þegar hún var heima hjá sér að karamelluhúða poppkorn fyrir hrekkjavökupartí. Poppið hafi slegið í gegn hjá gestunum og eftir að hafa gefið nokkrum uppskriftina hafi hún farið að hugsa hvort þetta væri eitthvað sem ætti erindi í verslanir.

Áður en hún hafi vitað af hafi hún verið búin að kaupa sérstaka poppvél og karamelluvél og byrjuð að prófa sig áfram. Í framhaldinu hafði Ásthildur samband við Eirnýju Sigurðardóttir, sem rekur osta- og sælkeraverslunina Búrið á Grandagarði.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er: .

  • Vörumerki landsliðsbúninga.
  • Áhrif Brexit-umræðunnar á breskar lögmannsstofur.
  • Umfjöllun um nýstofnaða félagið Nemar ehf.
  • Breytingar á íslenskum verðbréfamarkaði.
  • Landsbankanum var boðið að flytja höfuðstöðvar í Kópavog.
  • Lögmæti þess að lesa tölvupósta annarra.
  • Ítarleg úttekt á hrunmálum sérstaks saksóknara.
  • Svipmynd af Grétu Maríu Bergsdóttur sem var ráðin til Suðvesturs nýlega.
  • Ítarlegt viðtal við Illuga Gunnarsson, menntamálaráðherra.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um stjórnarmenn lífeyrissjóða.
  • Óðinn fjallar um Oxfam og ójöfnuð.