Lúxusvilla Ásu Karenar Ásgeirsdóttur, móður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, við Laufásveg er enn óseld. Einhverjir munu þó hafa skoðað fasteignina, samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins.

Húsið var byggt árið 1929. Það er 362 fermetrar á tveimur hæðum. Herbergin eru sjö ásamt kjallara, vinnustöðu og bílskúr. Jón Ásgeir keypti húsið árið 1999 og bjó þar í nokkur ár. Þegar kostnaður vegna málaferla slitastjórnar Glitnis á hendur honum í New York í Bandaríkjunum tók að segja til sín haustið 2010 seldi hann móður sinni húsið.

Fasteignasalan Eignamiðlun hefur verið með húsið á söluskrá. Það ásamt öðrum fasteignum er hins vegar ekki auglýst á vef fasteignasölunnar. Enginn verðmiði er á húsinu. Til að gefa einhverja hugmynd um það þá keypti Ása Karen húsið af syni sínum á 107 milljónir króna fyrir um þremur árum.

Aurum málið - þingfesting
Aurum málið - þingfesting
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Jón Ásgeir ræðir við erlenda fréttamenn eftir þingsetningu Aurum-máls sérstaks saksóknara gegn honum og fyrrverandi stjórnendum Glitnis í síðasta mánuði.