Indverskir neytendur eru að kaupa rándýrar lúxusvörur í miklu meira mæli en áður hefur sést. Almennt eru horfur þó að versna í Indlandi sökum verðbólgu og minni hagvaxtar. Indverjar eru að kaupa bíla, fylgihluti, dýrt húsnæði og ýmsar aðrar lúxusvörur. Sala á Porche jókst t.d. um 57% á síðasta ársfjórðungi frá fyrra ári. Mótorhjólaframleiðandinn Ducati segir að það komi til með að selja 300 hjól í Indlandi á árinu sem er 200 fleiri en í fyrra. Sömu sögu er að segja af Jimmy Choo sem er að sjá 30% söluaukningu milli ára.

Þetta kemur fram í Economic Times.