Lúxusvöruframleiðandinn LVMH hækkaði um 6,5% í fyrstu viðskiptum dagsins eftir að birta uppgjör þar sem fram kom að hagnaður ársins í fyrra var 2 milljarðar evra og að sala á fjórða fjórðungi jókst um 4% í 5,2 milljarða evra.

Keppinauturinn Hermes hækkaði enn meira, um 7,5%, eftir birtingu upplýsinga um að sala í fyrra hafi aukist um 8,6% í 1,76 milljarða evra. Þetta kemur fram í frétt MarketWatch.