Lífeyrissjóður verzlunarmanna keypti eitt prósent hlutafjár í Marel snemma í ágúst, sem áður voru í vörslu A.C.S. safnreiknings, og heldur nú utan um 4,47% hlut samkvæmt síðasta hluthafalista Marels.

Verzlunarmenn eru þar með fimmti stærsti hluthafinn í Marel.

Fram hefur komið í Viðskiptablaðinu að forvígismenn Marels horfa til tvíhliða skráningar í erlendri kauphöll og þykir líklegt að Kauphöllin í Amsterdam verði fyrir valinu. Það gæti orðið strax á þessu ári.