Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur ákveðið að setja hlut sinn í Straumi Burðarási fjárfestingarbanka hf. (SBF) í sölumeðfeð. LV á 5,04% í SBF eða ríflega 522 milljóna króna hlut að nafnverði. Miðað við núverandi gengi á bréfunum, 18,10, er hluturinn tæplega 9,5 milljarða króna virði.

Ákvörðun um söluna var tekin af forstjóra að höfðu samráði við formann og varaformann stjórnar. Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, sagði stjórn sjóðsins væri einnig kunnugt um ákvörðunina. Þorgeir sagði að lífeyrissjóðurinn hafi átt bréfin í langan tíma og hefði hagnast verulega á eignarhluta sínum og teldi tímabært að innleysa hagnaðinn.

"Við höfum átt þessi bréf um langan tíma og haft af þeim góðan hag og nú tölum við tímabært að leysa hann inn," sagði Þorgeir í samtali við blaðamann Viðskiptablaðsins.