Louis Vuitton Moët Hennessy, stærsta tískusamstæða heims, hefur ákveðið að selja DKNY - Donna Karan International. Þetta er í fyrsta sinn í 30 ár sem félagið selur vörumerki frá sér, en G-III Apparel Group hefur samþykkt að kaupa félagið á 650 milljón dali.

Donna Karan stofnaði DKNY árið 1984 í New York. Fyrirtækið fór á markað árið 1996 og var tekið yfir af LVMH árið 2001. Félagið var hvað þekktast fyrir Seven Easy Pieces línuna, sem átti að stórauðvelda fataval kvenna.