*

mánudagur, 18. janúar 2021
Fólk 23. apríl 2018 13:11

Lydía Ósk ráðin til Intellecta

Intellecta hefur ráðið sálfræðinginn Lydíu Ósk Ómarsdóttur sem sérfræðing á sviði tölfræði og rannsókna.

Ritstjórn
Lydía Ósk Ómarsdóttir er nýr sérfræðingur hjá Intellecta
Aðsend mynd

Lydía Ósk Ómarsdóttir hefur verið ráðin sem sérfræðingur á sviði tölfræði og rannsókna hjá Intellecta.

Lydía Ósk hefur reynslu af hönnun, framkvæmd og úrvinnslu rannsókna ásamt verkefnastjórn fjölþættra verkefna segir m.a. í fréttatilkynningu. Hún hefur einnig unnið við stjórnun og ráðningar ásamt gerð og innleiðingu verkferla.

Lydía er með BA og Cand. Psych. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og hefur einnig stundað MS nám í stjórnun og stefnumótun við sama skóla.