Örlítið prósentubrot verður að öllum líkindum til þess að Lýðræðisvaktin verður af 29 milljónum króna á komandi kjörtímabili. Þeir flokkar sem fá yfir 2,5% atkvæðamagns á landsvísu í alþingiskosningum komast á fjárlög og fá úthlutað fjármagni á ári hverju á kjörtímabilinu í samræmi við það atkvæðamagn sem þeir fengu í kosningum.

Í Viðskiptablaðinu í síðustu viku var fjallað um þá þrjá flokka sem náðu 2,5% markinu en fengu þó ekki þingmenn kjörna. Dögun fékk 3,1%, Flokkur heimilanna fékk 3,0% og Lýðræðisvaktin fékk 2,5%. Hið rétta er þó að lýðræðisvaktin fékk „einungis“ 2,46% fylgi á landsvísu samkvæmt tölum frá landskjörstjórn.

Freyr Ófeigsson, formaður landskjörstjórnar, segir niðurstöðu kjörstjórnarinnar vera nokkuð skýra og byggða á nákvæmum úteikningum um atkvæðamagn. Daði Ingólfsson, framkvæmdastjóri Lýðræðisvaktarinnar segir í samtali við Viðskiptablaðið að um þetta ríki nokkur óvissa og enn eigi eftir að fá úr því skorið hvort flokkurinn eigi rétt á þeirri fjárhæð sem um ræðir.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Á m eðal efnis í Viðskiptablaðinu:

  • Ekki samþykktu allir eigendur Íslenskra verðbréfa kauptilboð MP banka
  • Sérstakur saksóknari er með fjórtán mál varðandi undanskot á fjármagnstekjuskatti á sinni könnu
  • Athafnamaðurinn Jón von Tetzchner stofnar félag á Íslandi
  • Margir stórir kjarasamningar renna út á árinu
  • Seðlabankinn spáir minni fjárfestingu
  • Ekki stóðu allir við kauptilboð sín í hlutafjárútboði TM
  • Forstjóri Kauphallarinnar svarar spurningum um markaðsmisnotkun
  • Seðlabankinn ætlar að verða stórtækari á gjaldeyrismarkaði
  • Samráðsvettvangur um aukna hagsæld leggur til breytingar á kvótakerfinu
  • Sagan um baráttu eigenda Heklu um fyrirtækið heldur áfram
  • Hallór Guðmundsson, forstjóri Hörpu, fjallar um reksturinn. Hann segir dýrast að láta bygginguna standa tóma
  • Umfjöllun um spænsk gæðavín
  • Það getur verið snúið að velja rétt land til að sækja heim í sumarfríinu
  • Gjaldþrota veitingastaður á Selfossi
  • Nærmynd af Inga Guðmundssyni, sem stýrir fasteignafélagi Arion banka
  • Óðinn skrifar um bólublús
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem að þessu sinni skrifar um lífeyrismál
  • Þá eru í blaðinu myndasíður, pistlar, það helsta úr VB sjónvarpi og margt, margt fleira