Mál ákæruvaldsins gegn Lýði Guðmundssyni og Sigurði Valtýssyni verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Lýður og Sigurður eru ákærðir fyrir tugmilljónakróna ólöglegar lánveitingar VÍS til Sigurðar og til félagsins Korks, sem var í eigu Lýðs.

Lýður Guðmundsson var stjórnarformaður Existu, sem var stærsti eigandi VÍS, og Sigurður Valtýsson var forstjóri Existu.

Fjórir voru handteknir þegar VÍS málið var á rannsóknarstigi. Lýður var á meðal þeirra en ekki Sigurður.