Lýður Þ. Þorgeirsson, sérfræðingur hjá GAMMA, er nýr hluthafi í fyrirtækinu, samkvæmt upplýsingum VB.is. Hann er verkfræðingur að mennt og með MBA gráðu frá MIT Sloan.

Lýður er framkvæmdastjóri sérhæfðra fjárfestinga hjá Gamma. Hann hefur starfað við ýmis svið bankareksturs síðasta áratug og vann meðal annars hjá skilanefnd Kaupþings og við fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings og Nýja Kaupþings. Þar áður vann hann hjá Glitni.

Fram kom í tilkynningu frá MP banka í morgun að bankinn hefur selt 26,8% hlut sinn í GAMMA til nokkurra annarra hluthafa GAMMA, nýs hluthafa og félagsins sjálfs.