Banda­ríska sam­heita­lyfja­fyr­ir­tækið Al­vo­gen, sem stýrt er af Ró­berti Wessman, hef­ur keypt ís­lenska fyr­ir­tækið Port­farma. Síðarnefnda fyrirtækið skrá­ir, markaðsset­ur og dreif­ir lyfj­um hér á landi. Hall­dór Krist­manns­son, fram­kvæmda­stjóri sam­skipta­sviðs Al­vo­gen, seg­ir í samtali við Viðskiptablað Morgunblaðsins að í kjöl­far kaup­anna á Profarma verði lyf Al­vo­gen til sölu á Íslandi.

„Þetta er fyrsta skrefið sem við stíg­um inn á ís­lenska markaðinn,“ seg­ir hann í sam­tali við blaðið. Al­vo­gen und­ir­býr nú skrán­ingu og sölu fjöl­margra sam­heita­lyfja hér á landi. Lyf­in hafa ekki áður verið seld á Íslandi.