Samkeppniseftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Lyf og heilsa hf. (L&h) hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með aðgerðum sem höfðu það markmið að hindra að nýr keppinautur í lyfsölu á Akranesi næði fótfestu á markaðnum. Aðgerðirnar voru til þess fallnar, að mati Samkeppniseftirlitsins, að senda skýr skilaboð til annarra aðila um að ekki myndi borga sig að reyna að keppa við Lyf og heilsu. Telur Samkeppniseftirlitið að brotin hafi verið alvarleg og leggur sekt á Lyf og heilsu að fjárhæð 130 milljónir króna.