Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest úrskurð Áfrýjunarnefndar samkeppnismála frá 2010 vegna brota Lyfja og heilsu á samkeppnislögum og sektar fyrirtækið um 100 milljónir króna.

Fram kemur í dómi héraðsdóms að Lyf og heilsa hafi misnotað markaðsráðandi aðstöðu sína með aðgerður gegn Apóteki Vesturlands á Akranesi árið 2007. Dómurinn telur brotin alvarleg og hafa miðað að því að hindra innkomu nýrrar lyfjaverslunar á markað.

Lyf og heilsa stofnaði m.a. vildarklúbb sem ætlað var að tryggja að mikilvægir viðskiptavinir myndu ekki beina viðskiptum sínum til Lyfja og heilsu. Auk þess gáfu Lyf og heilsa verulega afslætti á mikilvægum lyfjum og voru þeir aðeins í boði á Akranesi.

Í málinu kom fram að aðgerðir Lyfja og heilsu áttu að senda keppinautum þau skilaboð að ekki borgi sig að fara í samkeppni fyrir fyrirtækið.