Hæstiréttur sýknaði í gær Lyf og heilsu af kröfum þrotabús Milestone. Þrotabúið hafði krafist þess að rift yrði með dómi tíu greiðslum Milestone til Lyf og heilsu á þeim grundvelli að félagið hafi verið ógjaldfært á þeim tíma sem greiðslunar fóru fram. Auk þess var þess krafist að L&H greiddi þrotabúinu rúmlega 95 milljónir króna í vexti af ofangreindum greiðslum, en greiðslurnar fóru fram á tímabilinu 1. janúar 2008 til 2. september 2008.

Hæstiréttur vísaði til dóms síns frá 28. apríl 2016 í máli 578/2015 en þar var komist að þeirri niðurstöðu að ósannað væri að Milestone ehf. hafi orðið ógjaldfært fyrr en Fjármálaeftirlitið tók yfir vald hluthafafundar í Glitni banka hf. 7. október 2008 og skilanefnd var skipuð.

Þar sem þrotabú Milestone gat ekki sannað að félagið hefði verið ógjaldfært fyrir þann þann tíma var Lyf og heilsa sýknað af riftunarkröfu þrotabúsins.