Í morgun tók gildi ný verðlagning á lyfjum sem byggist á niðurstöðu viðræðna innflytjenda frumlyfja við lyfjaverðsnefnd um lækkun á verði innfluttra frumlyfja. Af þessu á að verða sparnaður fyrir skattgreiðendur en til að ræða þessa breytingu kemur Hjörleifur Þórarinsson framkvæmdastjóri GlaxoSmithKline á Íslandi í Viðskiptaþáttinn á Útvarpi Sögu sem hefst nú kl. 16.

Það er ekki víst að allir þekki símafyrirtækið Atlantssíma en fyrr í dag opnaði þetta félag símamiðstöð sem á að gera fólki kleyft að hringja mun ódýrara en áður til útlanda. Ragnar Bragason hjá Atlantssíma verður einnig gestur Viðskiptaþáttarins í dag.

- Og í lokin verða ræddar breytingar íbúðalánamarkaði sem hafa átt hug manna á íslenska skuldabréfamarkaðnum undanfarna daga. Óhætt er að segja að þessi umskipti, frá húsbréfum yfir í íbúðabréf, hafi verið af stærðargráðu sem við höfum ekki kynnst áður. Hallur Magnússon hjá Íbúðalánasjóði kemur í Viðskiptaþáttinn á eftir.