Einn stærsti lyfjaframleiðandi heims, Pfizer, hefur nú bannað notkun lyfja sinna í dauðarefsingum. Þetta gerir ríkjum sem enn gera dauðarefsingar heimilar enn erfiðar fyrir við að sækja sér þau efni sem nauðsynleg eru til þess að geta framkvæmt dauðarefsingu með efnasprautu.

Þá hefur fyrirtækið áður sett á reglur um að lyf úr framleiðslu sinni verði ekki beinlínis og yfirlýst notuð í dauðarefsingar, en þá sagðist félagið ekki geta tryggt að engin fangelsi gætu eignast lyfin og notað þau í sínum eigin tilgangi. Nú verður fylgst náið með umferð slíkra lyfja.

„Pfizer framleiðir vörur sínar í þeim tilgangi einum að bæta og bjarga lífum þeirra sjúklinga sem við þjónustum,” sagði talsmaður fyrirtækisins. „Við erum andsnúin því að vörur okkar séu notaðar í banvænum tilgangi dauðarefsingar.”

Sífellt færri ríki á alþjóðavettvangi leyfa dauðarefsingar, en til að mynda eru þær enn leyfilegar í flestum fylkjum Bandaríkjanna - 32 af 50 - auk þess sem alríkið notast enn við þær. Þótt dauðarefsingin sé enn leyfileg í lagalegum skilningi fer notkun hennar þó lækkandi.