Hagnaður Lyfju samstæðunnar á árinu 2015 nam 254 milljónum. Hann dróst því saman um 40 milljónir frá árinu áður þegar hagnaðurinn var 293 milljónir króna.

Eigið fé lyfju í lok árs 2015 nam 2,8 milljarða og hækkar það úr tæpum 2,6 milljörðum frá lok árs 2014. Langtímaskuldir Lyfju námu 2 milljörðum í lok árs 2015 en þær námu tæpum 2,3 milljörðum í lok árs 2014.

Lyfja var nýverið auglýst til sölu fyrir hönd Lindarhvols, sem sér um sölu á ríkiseigum. Lyfja var yfirtekið af Glitni árið 2012, en kröfuhafar slitabús Glitnis framseldu síðan allt hlutafé Lyfju til íslenska ríkisins.

Í skýrslu stjórnar Lyfju kemur fram að launakostnaður seinni hluta ársins 2015 höfðu mikil áhrif á afkomu félagsins. Hjá samstæðunni voru 219 stöðugildi í árslok 2015 samanborið við 213 á árinu 2014.