*

mánudagur, 14. júní 2021
Innlent 5. maí 2018 15:31

Lyfja hagnast um 379 milljónir

Lyfja velti 8,6 milljörðum króna á síðasta ári. Eigið fé nam 3,5 milljörðum um áramótin.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Lyfja hf. hagnaðist um 379 milljónir króna á síðasta ári og jókst hagnaður félagsins um 30 milljónir króna milli ára. Þetta kemur fram í ársreikningi Lyfju fyrir árið 2017.

Velta Lyfju nam 8,6 milljörðum króna. Rekstrarhagnaður var óbreyttur milli ára og nam 621 milljón. 

Eignir Lyfju um áramótin námu 6,3 milljörðum króna og eigið fé 3,5 milljörðum króna. 

Lyfja er í eigu ríkisins. Selja á Lyfju til SID ehf. sem m.a. er í eigu Inga Guðjónssonar, fyrrverandi forstjóra Lyfju. Steinar Þór Guðgeirsson er stjórnarformaður Lyfju.