Lyfja og dótturfélög þess hafa sagt upp átta manns samhliða skipulagsbreytingum hjá félaginu. Á móti er stefnt að því að ráða í í tvö ný stöðugildi vegna breytinganna.

Í tilkynningu frá Lyfju segir að um sé að ræða nýtt skipulag sem felií sér einföldun og samþættingu á skrifstofurekstri samstæðunnar og styrkja stoðþjónustu til apóteka, verslana og heildsölu.

„Það er alltaf erfitt að taka ákvörðun og innleiða breytingar sem þessar en til lengri tíma litið þá mun það efla félögin.  Við munum á næstunni kveðja gott fólk sem hefur staðið sig mjög vel í störfum fyrir samstæðuna og á sama tíma tökum við líka á móti góðu fólki sem mun styrkja stoðir okkar til uppbyggingar á samstæðunni til framtíðar,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Lyfju.