Lítil breytinga varð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag en FTSE 300 vísitalan, , sem mælir helstu hlutabréfavísitölur Evrópu, lækkaði um 0,05% í dag eftir að hafa þó lækkað um tíma um 1%.

Að sögn Reuters fréttastofunnar voru það fyrst og fremst lyfjaframleiðendur sem helst lækkuðu í dag og héldu þar með mörkuðum niðri eftir að Evrópusambandið tilkynnti um gerð nýrra reglugerða um sölu á samheitalyfjum sem mun gera mörgum lyfjaframleiðendum.

Lyfjaframleiðendurnir GlaxoSmithKline, Novartis, AstraZeneca og Sanofi-Aventis lækkuðu á bilinu 1,5% til 3% í dag.

Rio Tinto hækkaði þó verulega í dag eftir að félagið tilkynnti um uppsagnir 14 þúsund starfsmanna auk þess að skera niður um 5 milljarða Bandaríkjadali í fjárfestingu nýrra verkefna á næsta ári. Þannig hækkaði félagið um 16% í dag.

Í kjölfarið hækkuðu önnur námufyrirtæki á borð við Anglo American, Antofagasta, Xstrata og BHP Billiton á bilinu 5,6% - 8,1%.

Í Lundúnum lækkaði FTSE 100 vísitalan um 0,3% en í Amsterdam hækkaði AEX vísitalan um 1,1% og í Frankfurt hækkaði DAX vísitalan um 0,5%.

Í París hækkaði CAC 40 vísitalan um 0,7% en í Sviss lækkaði SMI vísitalan um 1,6%.

Í Kaupmannahöfn lækkaði OMXC vísitalan um 1,4% en í Stokkhólmi hækkaði OMXS vísitalan um 0,7% og í Osló hækkaði OBX vísitalan um 2,3%.