FTSE 100 vísitalan lækkaði um 0,37% og lauk í 6.208,40. Lyfjafyrirtækið GlaxoSmithKline lækkaði um 1,9% og AstraZeneca um 2,1%, en það er þriðji dagurinn í röð sem þau lækka.

Svissneska lyfjafyrirtækið Novartis lækkaði um 1,4% og Roche um 1%, en lækkun lyfjafyrirtækjanna á upptök í áhyggjum um að Demókrataflokkurinn muni lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum. Vísitala kauphallarinnar í Zurich, SMI, lækkaði um 0,3% og lauk í 8734,95. Fjármálafyrirtækið UBS lækkaði um 0,3% og Credit Suisse um 0,6%.

CAC-40 vísitalan var nánast óbreytt og lauk í 5.447,50, en þjóðarframleiðsla Frakklands var nánast óbreytt á þriðja ársfjórðungi.

DAX Xetra 30 vísitalan var einnig óbreytt og lauk í 6.357,77.

Dow Jones Stoxx 600 vísitalan lækkaði um 0,2% og lauk í 358,19, en orkufyrirtækið Eni hækkaði um +1,9% í kjölfar afkomubirtingar og Cairn Energy um 3,9% í kjölfar orðróms um yfirtöku.

OMXN40 vísitalan lækkaði um 0,6% og lauk í 1160,44.

OBX vísitalan lækkaði um 1% og lauk í 346,08, en það gerist í kjölfar lækkanna á olíuverði.