Fullyrt er í erlendum fréttamiðlum að íslenska lyfjafyrirtækið Actavis sé nú í söluferli. Á vef Bloomber er haft eftir þrem ónafngreindum mönnum að fjárfestum verði boðið að gera tilboð í félagið í þessum mánuði.

Fyrirtækin Teva Pharmaceutical Industries Ltd. og Watson Pharmaceuticals Inc. eru nefnd sem líklegir kaupendur. Ekki hefur náðst í forsvarsmenn Actavist til að fá þetta staðfest.

Á vef Bloomberg er talið líklegt að verið sé að tala um 6 milljarða evra fyrir félagið, eða tæplega 900 milljarða króna, en jafnframt er talið að Actavis sætti sig hugsanlega við mun lægri tölur. Sagt er að Actavis skuldi um 5 milljarða evra, aðallega hjá Deutsche Bank AG sem fjármagnað hafi kaup Novators, félags Björgólfs Thors Björgólfssonar, á félaginu.