Lyfjaverslunarkeðjan Salve í Úkraínu, sem er í eigu dótturfélags Seðlabanka Íslands, stendur í málaferlum því það á í erfiðleikum með að standa skil á skuldbindingum sínum gagnvart lánastofnunum og helstu birgjum.

Engin svör hafa borist frá bankanum til Morgunblaðsins, sem fjallar um málið, um það hvernig Salve komst í eigu eignarhaldsfélaga bankans né heldur hvernig standi á 250 milljón króna taprekstri þess á árunum 2014 og 2015.

Ekki hafa blaðinu heldur borist svör frá Roman Viktorovych, forstjóra Salve, við skriflegum fyrirspurnum þess.

Fjögur mál rekin fyrir dómstólum

Virðist sem fjögur mál séu nú rekin fyrir úkraínskum dómstólum vegna fjárhagserfiðleika lyfjaverslunarkeðjunnar. Er í tveimur tilvikum um að ræða skuldamál sem sem slitastjórn yfir bankanum Kyivska Rus hefur höfðað gegn fyrirtækinu.

Einnig hefur KO, einn helsti birgir keðjunnar, höfðað mál fyrir dómstólum vegna óuppgerðra skulda verslunarkeðjunnar sem og það hefur höfðað mál gegn skattyfirvöldum í Volyn-héraði í norvesturhuta Úkraínu vegna úrskurðar þeirra.