Nokkur af stærstu lyfjafyrirtækjum heims virðast hafa sett sig í biðröðina eftir Actavis. Financial Times hefur það eftir einstaklingum nálægt viðræðunum að nokkur fyrirtæki hafi þegar greint frá áhuga sínum.

Þar eru nefnd til sögunar Pfizer, Sanofi-Aventis og Novartis, þrjú af stærstu lyfjaframleiðslufyrirtækjum heims. Sömuleiðis hefur GlaxoSmithKline verið nefnt til sögunar. Einnig er nefndur japanskur lyfjarisi og tveir ríkisfjárfestingasjóðir frá Mið-austurlöndum og Asíu. Sömuleiðis er því haldið fram að að minnsta kosti tvö samheitalyfjafyrirtæki hafi áhuga.

Allt þetta sýnir vaxandi áhuga lyfjarisanna eftir samheitalyfjafyrirtækjum en þau nýta sér sem kunnugt er þróunarvinnu risanna að hluta til. Vitaskuld má hafa áhyggjur af því hvaða áhrif það gæti haft á lyfjaverð ef slík félög verða í vaxandi mæli í sömu eigu.

Björgólfur Thor Björgólfsson syrði skuldsettri yfirtöku félagsins í samvinnu við Deutche Bank fyrir einu og hálfu ári síðan og greiddi þá um 4 milljarða evra fyrir félagið.