Indverska lyfjafyrirtækið Ranbaxy hefur verið dæmt til að greiða 500 milljónir dala, jafnvirði 60 milljarða íslenskra króna, í sekt í Bandaríkjunum fyrir að selja léleg samheitalyf og ljúga að yfirvöldum. Forsvarsmenn Ranbaxy gengust við því að hafa ekki staðið sig sem skyldi, framleiðslan hafi verið léleg og að logið hafi verið til um prófanir á lyfjum á Indlandi.

Lyfin sem Ranbaxy framleiddi voru sýklalyf og lyf gegn flogaveiki, að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC .