Kínversk yfirvöld hafa sakað lyfjarisann GlaxoSmithKline um að standa að umfangsmiklum mútum sem snerta eiga haft sjö hundruð fyrirtæki í Kína og samninga að fjárhæð allt að hálfum milljarði dala, andvirði um 60 milljarða króna.

Í frétt Financial Times segir að GSK sé grunað um að hafa notað ferðaskrifstofur og ráðgjafafyrirtæki sem milliliði sem komu greiðslum áleiðis til lækna og lögfræðinga. Markmiðið var að auka lyfjasölu og hagnað fyrirtækisins.

Gao Feng, sem fer fyrir rannsókninni, segir að um skipulagða glæpastarfsemi hafi verið að ræða og í miðju mútuvefsins sé lyfjarisann að finna.

GSK hefur sagst munu vinna með yfirvöldum að rannsókn málsins, en að innri skoðun fyrirtækisins hafi ekki leitt neitt vafasamt í ljós. Fjórir yfirmenn GSK í Kína eru í haldi lögreglu.