Í umsókn Viðskiptaráðs um frumvarp til nýrra lyfjalaga kemur fram að ráðið telur það vera til bóta að leyft verður sala tiltekinna lausasölulyfja í almennum verslunum en telur breytinguna ekki ganga nógu langt.

Háð skilyrðum sem útilokar höfuðborgarsvæðið

Samkvæmt frumvarpinu verður þó einungis leyft að selja lyf í almennum verslunum þar sem ekki er starfrækt lyfjabúð eða lyfjaútibú. Það verði því einungis heimilt á landsbyggðinni, en ráðið leggst gegn þeim skilyrðum.

Jafnframt gerir ráðið athugasemd við að eftirlitsgjald endurspegli ekki raunverulegt eftirlit heldur sé óháð því hvort eftirlitið fari fram eða ekki. En Viðskiptaráð fagnar því að lyfjagreiðslunefnd verði lögð niður og verkefni hennar færð til Lyfjastofnunar, en það samrýmist tillögum ráðsins um fækkun ríkisstofnanna.