Lyfjaval tapaði 422.943 krónum í fyrra. Var það þrátt fyrir að félagið hagnaðist um 21.717.148 krónur fyrir skatta og hafði 1.301.423 krónur í fjármunatekjur. Skýringin liggur í 23.441.514 krónum sem félagið greiddi í vexti og önnur fjármagnsgjöld. Vaxtabyrði félagsins jókst verulega á milli ára, úr 6.501.515 krónum 2012 í 20.691.348 milljónir árið 2013. Tap félagsins er engu að síður umtalsvert minna en árið 2012 þegar það nam 26.404.290 krónum.

Eigið fé Lyfjavals var neikvætt um 4.983.160 krónur í árslok 2013, borið saman við 4,560.217 krónur árið 2012. Félagið á eignir sem er metið á 328.977.435 krónur en skuldar 333.960.595 krónur. Stærstu hluthafar eru Auður Harðardóttir og Þorvaldur Árnason, með 38,25% eignarhlut hvor. Guðni Kristinsson á 23,5% hlut í félaginu.