Lyfjaverði hefur lækkað um tugi prósenta samfara styrkingu krónunnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Frumtaka, samtaka frumlyfjafyrirtækja á Íslandi. Til að mynda hefur heildsöluverð á einu söluhæsta astmalyfs landsins lækkað um næstum því 40% frá árinu 2009. Meðallækun á tíu söluhæstu lyfjum á sama tímabili er meiri en 30%. Frá 2012 og 2013 hefur lyfjaverð almennt lækkað um rúmlega 20%.

Haft er eftir Jakobi Fali, framkvæmdarstjóra Frumtaka að lækkun vöruverðs megi að rekja til gengisþróunar krónunnar en þegar kemur að lyfjaverði sé sérstaðan algjör.

Verð lyfja er fasttengt gengisþróun krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum og er ákveðið af lyfjagreiðslunefnd.

Segir Jakob Falur einnig að það sé „full ástæða að fagna verðþróun síðustu missera“ og að þetta séu upphæðir sem getur skipt fólki mjög miklu máli. Hann telur gott aðgengi að lyfjum sé mikilvægur þáttur heilbrigðisþjónustunnar.

Álagning í smásölu getur verið breytileg, segir í fréttinni, en þar ákveður lyfjagreiðslunefnd leyfilegt hámarksverð líkt og í heildsölu.