Farveitan Lyft og heimsendingarþjónustan Grubhub ætla að snúa bökum saman og hefja samstarfi sín á milli. Felur samstarfið í sér að notendur Lyft geta fengið ókeypis áskrift af þjónustu Grubhub. Félögin eru sammála um að samstarfið sé nauðsynlegt vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á starfsemi þeirra, að því er kemur fram á vef WSJ .

Talið er að Grubhub þurfi að taka á sig megnið af kostnaðinum sem fellur til vegna samstarfsins. Þykir sú staðreynd að Grubhub sé til í að taka á sig aukinn kostnað til að fá aðgengi að nýjum viðskiptavinum varpa ljósi á hve blóðug barátta ríkir á hemsendingamarkaðnum.

Að auki þykir samstarfið gefa það til kynna að Lyft leggi mikið púður í að halda í núverandi viðskiptavini sína, þar sem samkomutakmarkanir vegna faraldursins hafa dregið úr eftirspurn eftir þjónustu farveitna.