Ekkert kostnaðarmat hefur verið gert á áhrifum nýrrar byggingarreglugerðar sem samþykkt var í janúar síðastliðnum og tekur að fullu gildi um næstu ára­mót. Reglugerðin er afar viðamik­il og felur í sér miklar breytingar á byggingarreglum, til að mynda um einangrun húsa og kröfur um salern­isaðstöðu. Þá er óheimilt að byggja þriggja hæða íbúðahús án lyftu.

Björn Karlsson, forstjóri Mann­virkjastofnunar, segir að reglugerð­in hafi verið unnin á grundvelli laga um mannvirki sem tóku gildi í byrj­un síðasta árs. Þá var framkvæmd kostnaðarathugun. Hins vegar sé afar erfitt að meta kostnaðaráhrif þeirra breytinga sem hafa verið gerðar enda um að ræða flókið sam­ spil fjölmargra þátta. Byggingar­ kostnaður ráðist af mörgu öðru en reglugerðinni, sem feli einungis í sér lágmarksákvæði. „Vissulega kunna nýjar kröfur í einhverjum til­ vikum að fela í sér aukinn kostnað en í sumum tilvikum má vega upp á móti slíkum kostnaði með breyttri hönnun, hagkvæmari byggingarað­ ferðum eða breyttu skipulagi án þess að það komi niður á gæðum,“ segir Björn.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.