*

þriðjudagur, 18. janúar 2022
Innlent 12. desember 2017 16:49

Lykill í söluferli

Lykill, sem fjármagnar kaup á bílum, vélum og tækjum, hefur verið settur í söluferli af eiganda sínum, Klakka.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Klakki ehf., eigandi Lykils fjármögnunar hf., hefur ákveðið að hefja opið söluferli á félaginu. Stefnt er að því að nýir eigendur taki við félaginu á vormánuðum 2018.  Norræni fjárfestingarbankinn Beringer Finance hefur umsjón með söluferlinu en bankinn varð hlutskarpastur í valferli Klakka sem fram fór fyrr á þessu ári.

Lykill starfar á sviði eignafjármögnunar og fjármagnar bíla- og tækjakaup.  Félagið, sem starfar undir starfsleyfi sem fjármálafyrirtæki, var stofnað árið 1986 og hefur verið leiðandi á sínu sviði hér á landi. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Ármúla 1.

Klakki er eignarhaldsfélag í eigu innlendra og erlendra fjárfesta. Lykill er í dag langstærsta eign Klakka en flestar aðrar eignir félagsins, s.s. VÍS og Skipti, hafa verið seldar á síðustu árum.