Peter Bekx, yfirmaður alþjóðlegra efnahags- og fjármála hjá framkvæmdastjórn ESB, er frummælandi á fundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga ( FVH ) í hádeginu á morgun. Efni fundarins er stórt og mikið: skuldavandi Evrópuríkja og framtíð evrunnar. Beks, sem jafnfram er lykilmaður í mótun viðbragða ESB vegna skuldavanda evruríkjanna, mun fjalla um breytingarnar á hagstjórn evrusvæðisins frá 2009, stöðuna í dag og hvernig hún gæti orðið eftir tvö ár með tilliti til stöðugleika og trúverðugleika evrunnar.

Í pallsborðsumræðum mun Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, taka þátt.