Þrjátíu og sjö ára gamall Breti hefur verið sýknaður af ákæru fyrir að hafa með óleglegum hætti brotist inn í tölvukerfi franska seðlabankans. Árið 2008 var hann að leita leiða til að lækka kostnaðinn við Skype símtal sem hann vildi hringja. Á leit sinni á netinu tengdist hann við tölvukerfi seðlabankans og var beðinn að slá inn lykilorð. Hann prófaði að slá inn 123456 og var að vonum forviða þegar hann komst inn.

Starfsmenn seðlabankans voru ekki lengi að komast að því að óboðinn gestur var í kerfinu og var því lokað í tvo sólarhringa. Vandræðalegan langan tíma tók fyrir yfirvöld að komast að því hver gesturinn var, því Bretinn hafði slegið inn sitt rétta heimilisfang þegar hann skráði Skype reikninginn sinn. Engu að síður var hann ákærður, en dómari komst hins vegar að því að hann hafi ekki brotist inn í bankann af ásetningi.

Lykilorði bankans var breytt í kjölfarið.