"Við lýtum á þessa ákvörðun í dag sem frestun á áframhaldandi stýrivaxtahækkunum en ekki endapunkt á vaxtahækkunarferlinu," sagði Davíð Oddsson seðlabankastjóri á blaðamannafundi í Seðlabankanum í morgun þar sem rökstuðningur bankans fyrir þeirri ákvörðun að hækka ekki stýrivexti var kynntur.

"Við höfum bætt við aukavaxtaákvörðunardegi þann 21.desember og þá munum við endurmeta stöðuna. Samkvæmt greiningu okkar sem kynnt er í peningamálum verður að öllum líkindum óhjákvæmlegt að hækka vexti í desember," segir Davíð.

Davíd Oddsson sagði jafnframt að allar væntingar greiningaraðila þess efnis að vextir Seðlabankans muni lækka hratt á næsta ári væru óraunsæjar. "tveggja mánaða hjöðnun verðbólgu er ekki öruggt merki um að baráttunni við verðbólguna sé lokið,"segir Davíð sem boðaði áframhaldandi strangt aðhald Seðlabankans á komandi misserum.

Bankastjórn Seðlabankans gerir ekki ráð fyrir að verðbólguseðlabankans náist á næstu tveimur árum en greiningardeildir höfðu gert ráð fyrir að það næðist á seinni hluta næsta árs.