Stofnandi fjárfestingarsjóðs google, Bill Maris, hefur ákveðið að hætta hjá fyrirtækinu, en þetta er nýjasta uppsögnin á lykilstarfsfólki frá móðurfélagi Google, Alphabet Inc.

Vill eyða meiri tíma með fjölskyldunni

Bill Maris hefur verið aðalframkvæmdastjóri GV, sem áður var þekkt sem Google Ventures, en í hans stað kemur David Krane, en hann hefur lengi starfað í stjórnendateymi fyrirtækisins.

Segist Bill vera að hætta hjá fyrirtækinu sem hann hjálpaði til við að stofna árið 2009 til að eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni.

Forstöðumaður sjálfkeyrandi bíla Google hættir

Kemur þetta í kjölfar frétta um að Chris Urmson, aðaltæknistjóri og fyrrum forstöðumaður sjálfkeyrandi bílaverkefnis Google, hafi hætt með verkefnið á mikilvægum tímapunkti nú þegar verið er að reyna að koma því á það stig að hægt sé að koma vörunni á markað.

Í júnímánuði hætti svo Tony Fadell sem forsjóri Nest, sem er sá hluti samsteypunnar sem sér um framleiðslu sjálfvirkra hitamæla, reykskynjara og annarra öryggiskerfa fyrir heimili.