Fimm lykilstjórnendur Haga fengu í dag 0,8% hlut í Högum, frá Eignabjargi, dótturfélagið Arion banka, samkvæmt samkomulagi þar um. Eftir afhendinguna á Eignabjarg 19,3% í Högum.

Stjórnendurnir fimm eru Finnur Árnason forstjóri Haga, Gunnar Ingi Sigurðsson framkvæmdastjóri Hagkaups, Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónus, Lárus Óskarsson framkvæmdastjóri Aðfanga og Kjartan Már Friðsteinsson framkvæmdastjóri Banana.

Í flöggun til Kauphallar er rakið að á öðrum ársfjórðungi rekstrarársins 2011-2012 gerði Eignabjarg og fimm lykilstjórnendur Hagasamstæðunnar með sér samnings þar sem Eignabjarg veitti þeim og fjárhagslega tengdum aðilum rétt á 1,4% útgefinna hluta án endurgjalds. Við undirritun fengu þeir afhentan 0,6% hlut eða alls 7.670.791 hlut.

Í dag, 2. febrúar, fá aðilarnir 0,8% hlut til viðbótar. Hafa þá allir hlutir samkvæmt samningnum verið afhentir. Söluhömlur eru á framgreindum hlutum til 30. júlí 2012.

Greint var frá því í nóvember sl. að lykilstjórnendur hafi gert samkomulag við Arion banka að þeir fái 1,4% hlut í félaginu, án þess að greiða fyrir hann.