Upplýsingar um lykiltölur íslenskra fyrirtækja eru nú hægt að nálgast á aðgengilegan hátt á vefsíðunni Keldunni. Þessi þjónusta sýnir til dæmis hagnað, eignir, hlutafé og starfsmannafjölda. Á listanum eru yfir 200 stærstu fyrirtæki landsins og eru lykiltölurnar sóttar úr ársreikningum frá ríkisskattstjóra. Starfsemi Keldunnar snýst um miðlun fyrirtækjaupplýsinga.

Í tilkynningu frá Kóða sem á Kelduna segir að hópur nemenda við Háskólann í Reykjavík hafi unnið að þessu verkefni. „Hópurinn þróaði forrit til að vinna gögn sjálfvirkt út úr skönnuðum ársreikningum og notaði meðal annars til þess vélrænan lærdóm, það sem er kallað machine learning techniques.“

Með þessu er hægt að flokka fyrirtæki eftir mismunandi lykiltölum og borið saman rekstrarniðurstöðu frá ári til árs með mismunandi framsetningu.