*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Innlent 17. janúar 2019 19:03

Ljúka 110 milljón króna fjármögnun

Sprotafyrirtækið EpiEndo Pharmaceuticals hefur lokið um um 110 milljón króna fjármögnun á Íslandi.

Ritstjórn

Sprotafyrirtækið EpiEndo Pharmaceuticals hefur lokið um um 110 milljón króna fjármögnun á Íslandi. Fjármögnunin er hugsuð til að ljúka við pre-clinical rannsóknir á lyfi sem fyrirtækið er að þróa gegn langvinnri lungnateppu (e. Chronic Obstructive Pulmonary Disease (COPD)) sem er 3. stærsti sjúkdómur í heimi með um 70 milljón sjúklinga og engin lækning til fyrir þá í dag. 

Frá stofnun félagsins í janúar 2014, hefur það tekið inn tæpar 300 m.kr. í hlutafé auk þess að fá styrki frá Rannís og tækniþróunarsjóði.  Greint er frá þessu í fréttatilkynningu.

Lyfin munu tilheyra nýjum flokki lyfja sem fyrirtækið hefur skilgreint sem "þekjueflandi lyf" eða "Barriolides" á ensku. Fyrsta lyfið fyrirtækisins er azithromycin afleiða sem drepur ekki sýkla (azithromycin er sýklalyf). Rannsóknir hafa sýnt að langtímanotkun azithromycin fækkar innlögnum COPD sjúklinga um 30% til 50% en fjölgar á sama tíma tilfellum fjölónæmra baktería og því hefur ekki verið hægt að nota azithromycin til að meðhöndla COPD sjúklinga. Rannsóknir fyrirtækisins gefa sterkar vísbendingar um að efnin þess hafi betri virkni en azithromycin.

Um EpiEndo Pharmaceuticals

EpiEndo er sprotafyrirtæki í frumlyfjaþróun sem var stofnað í janúar 2014 af Friðriki Rúnari Garðarssyni sem byggði hugmynd sína að "þekjueflandi lyfjum" meðal annars á rannsóknum sem unnar voru í Háskóla Íslands í kringum 2006. Í nóvember 2016 var fyrsta einkaleyfi félagsins birt og er það verðmætasta eign félagsins og gildir það í 20 ár, hið minnsta, frá útgáfudegi.

EpiEndo stefnir á að ljúka for-klínískum þróunum (tilraunir á rannsóknarstofu og í dýrum) í mars 2019, en megnið af rannsóknunum hafa hingað til verið unnar í Lífvísindasetri Háskóla Íslands auk þess sem dýrarannsóknir hafa verið unnar í ArticLas í Reykjavík.

Í framhaldi af for-klínískum rannsóknum koma þrjú stig af mannatilraunum - Klínískar rannsóknir af stigi 1, 2 og 3. Fyrsta stigið er prófun á lyfinu í heilbrigðu fólki, annað stigið er lítil tilraun í veiku fólki og þriðja stigið er stór tilraun í veiku fólki. Tíminn sem ferlið tekur er mismunandi eftir hvaða sjúkdóm er verið að þróa lyf við. Í tilfelli sprotafyrirtækisins gæti þetta tekið 6 - 8 ár þar til lyfið kemst á markað.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is