Starfsmannafélag DV hefur sent út yfirlýsingu þar sem lýst er yfir áhyggjum vegna væringa um eignarhald félagsins.

Í yfirlýsingunni segir að breytingar á eignarhaldi virðist tilraun til „fjandsamlegrar yfirtöku“ þar sem ekki liggi fyrir hvaða aðilar fjármagni kaupin.

Starfsmenn lýsa jafnframt yfir áhyggjum af ritstjórnarlegu sjálfstæði fjölmiðilsins og undirstrika stuðning sinn við þá ritstjórnarstefnu sem haldið er úti undir merkjum DV. Þá bendi til þess að Þorsteinn Guðnason hafi meðal annars fundið að því að félagið greiddi málskostnað og bætur vegna málaferla á hendur einstaka blaðamanni. Starfsmennirnir segja að ef breyting yrði þar á yrði vegið að grunngildum ritstjórnarlegs frelsis.

Talsverð átök hafa verið innan stjórnar DV að undanförnu. Með kaupum Þorsteins Guðnasonar á 13% hlut í DV ehf. er hann orðinn stærsti hluthafi félagsins, líkt og fjallað er um í Viðskiptablaðinu sem kom út í gær. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu hér.