*

mánudagur, 15. júlí 2019
Innlent 29. desember 2017 15:41

Lýsa yfir þungum áhyggjum

Samningar sautján aðildarfélaga BHM hafa verið lausir í fjóra mánuði og lítið hefur miðað í viðræðunum.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

BHM lýsir þungum áhyggjum af stöðu kjaraviðræðna sautján aðildarfélaga bandalagsins við ríkið. Samningar félaganna hafa verið lausir í fjóra mánuði eða allt frá því að gildistími gerðardóms frá árinu 2015 rann út í lok ágúst. Lítið hefur þó miðað í viðræðunum og eitt félag, Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN), hefur vísað kjaradeilu sinni við ríkið til ríkissáttasemjara að því er kemur fram í fréttatilkynningu BHM. Tilefni þess að BHM sendir frá sér tilkynninguna er að stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins funda nú í dag.

BHM telur að menntun skuli metin til launa en að launasetning félagsmanna sé óeðlilega lág og í engu samræmi við menntun þeirra, reynslu og ábyrgð. Einnig þurfi að bæta starfsumhverfi á mörgum stofnunum sem sé víða mjög ábótavant.

p.p1 {margin: 0.0px 0.0px 0.0px 0.0px; font: 11.0px Helvetica; -webkit-text-stroke: #000000} span.s1 {font-kerning: none}

„Loks áréttar BHM að innan bandalagsins eru fjölmennir hópar kvenna sem hafa mjög lág laun miðað við menntunarstig. Hér er meðal annars átt fagstéttir sem starfa í heilbrigðis- og menntageiranum. Verðmæti þeirrar menntunar sem þessar stéttir hafa aflað sér endurspeglast alls ekki í launasetningu þeirra. Brýnt er að endurmeta laun þessara sérfræðinga og taka tillit til þeirrar menntunar sem þeir hafa aflað sér,“ segir í ályktuninni.

p.p1 {margin: 0.0px 0.0px 0.0px 0.0px; font: 11.0px Helvetica; -webkit-text-stroke: #000000} span.s1 {font-kerning: none} p.p1 {margin: 0.0px 0.0px 0.0px 0.0px; font: 11.0px Helvetica; -webkit-text-stroke: #000000} span.s1 {font-kerning: none}
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is