Lýsi hefur fengið leyfi til lyfjaframleiðslu frá Lyfjastofnun. Í tilkynningu vegna leyfisveitingarinnar segir að leyfið hafi fengist tveimur áföngum.

Í júní s.l. var veitt GMP leyfi sem náði til átöppunar og pökkunar tafla og hylkja í nýrri verksmiðju Lýsis, en fyrirtækið hafði áðu haft leyfi til slíkrar pökkunar í eldri verksmiðju.

Í október s.l. fékkst GMP vottun vegna API framleiðslu, sem nær til framleiðslu á hráefni til lyfjagerðar. GMP er skammstöfun á Good Manufacturing Practice og nær bæði til stýringar á framleiðslu og gæðaeftirliti á lyfjum.