Katrín Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Lýsis hf., er sannfærð um að lýsi sé flestra meina bót og er ekki frá því að lýsisneysla Íslendinga eigi sinn þátt í hvað landsmenn eru kátir og ánægðir með lífið þrátt fyrir allt sem yfir hefur dunuð. Ítrekaðar skoðanakannanir um hamingjustig þjóðarinnar styðji það.

Áhrifavaldurinn er Omega -3 fitusýrur sem fást úr fiskalýsi og innihalda EPA og DHA fitusýrur. Þar virkar EPA til að halda hjarta- og æðakerfinu heilbrigðu og DHA er nauðsynleg fyrir heila, augu, geðheilbrigði og fleira. Segir Katrín að líkaminn geti ekki búið til þessar fitusýrur en geti unnið þær úr sjávarfangi. Fólk geti fullnægt þörfinni með því að borða tvær til þrjár feitfisksmáltíðir á viku en þar dugar ýsu, eða þorskát ekki til. Ef fólk fái ekki nógu mikinn feitan fisk (lax, lúðu, steinbít, makríl, ofl.) þá sé hægt að bæta sér það upp með inntöku á lýsi.

- Má þá kannski segja að lýsi sé hamingja í fljótandi formi? „Já, það má sannarlega segja það. Það eru óskaplega mikil forréttindi að fá að vera í þeirri stöðu að selja fólki vöru sem færir því bætta heilsu og aukin lífsgæði.”

Sjá nánar viðtal við Katrínu í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.