Hagnaður Lýsis hf. á árinu 2015 nam 408 milljónum króna. Samkvæmt efnahagsreikningi nema eignir félagsins tæpum 11 milljörðum. Bókfært eigið fé í árslok nemur tæplega 1,4 milljörðum króna og er eiginfjárhlutfall félagsins 13%.

Í lok ársins voru hluthafar í félaginu sjö talsins. Þrír stærstu hluthafar félagsins eru Ívar ehf. sem á 85,64%, Hydrol ehf. sem á 6,42% og Pétur Pétursson sem á 2,44%. Stjórn félagsins lagði til að ekki yrði greiddur arður til hluthafa á árinu 2016.

Rekstrartekjur samstæðunnar námu alls 7,7 milljörðum króna árið 2014, en 9,5 milljörðum árið 2015. Félagið hefur almennt náð miklum framförum og skilaði eins og fyrr kom fram rétt rúmum 408 milljón króna hagnaði. Samstæðan tapaði aftur á móti rúmum 243 milljónum í fyrra.

Heildar eignir Lýsi hf. hafa hækkað milli ára. Árið 2014 námu þær rúmum 9 milljörðum, en þær nema tæpum 11 milljörðum í dag.

Eigið fé Lýsis nam tæpum 974 milljónum árið 2014, en nam um 1,4 milljörðum króna árið 2015. Skuldastaða fyrirtækisins hefur hækkað milli ára. árið 2014 voru heildarskuldir samstæðunnar 8 milljarðar, en þær nema tæpum 9,6 milljörðum í dag.