Fjármögnunarfyrirtækið Lýsing er samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins enn rekið á undanþágu Fjármálaeftirlitsins vegna þess að fyrirtækið uppfyllir ekki skilyrði um eigið fé. Allt frá því Hæstiréttur dæmdi gengistryggð lán í krónum ólögmæt hefur staða Lýsingar verið tvísýn.

Í lok árs 2009 var eiginfjárhlutfall Lýsingar 11,2% en frá þeim tíma hefur staðan versnað mikið. Eiginfjárhlutfall fyrirtækisins er nú neikvætt, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. FME vildi ekki tjá sig um stöðu Lýsingar þegar eftir því var leitað. FME getur veitt fyrirtækjum 6 mánaða frest til að uppfylla skilyrði um eigið fé, og síðan aftur ef því er að skipta.